Mánudagur, 24. nóvember 2008
Nýjan musterisvörđ!
Ţađ var ný reynsla ađ horfa upp á ríkisstjórnina á sakamannabekk á fundi sem ţeir stjórnuđu ekki, heldur ţjóđin. Ráđherrarnir voru aumir allir međ tölu, en forstokkađir. Össur eins og sirkusdvergur, en Ingibjörg Sólrún skrifađi og skrifađi, en svör hennar fátćkleg. Ţótti mér ţó Ţorgerđur Katrín vera langsamlega manneskjulegust og eins og hún skammađist sín fyrir félagsskapinn! Hún hefur stuđning ţlóđarinnar til ađ skúra gólfiđ í Valhöll og reka ţann sem gćtir fjárhirslunnar!
Ţegar auga myndavélarinnar beindist ađ rćđustólnum voru ţrír menn í bakgrunninum. Sá til vinstri var bindislaus og blindur. Sá í miđiđ var međ blátt bindi og á svo ađ heita ađ hafi sjón. Hćgra megin sat mađur vambsíđur međ rautt bindi og kom á óvart. Hann er enda siđblindur!
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Tímamót?
Ríkisstjórnin hefur lýst ţví ađ hún hyggist skila illa fengnum eftirlaunum ţingmanna. Hún ćtlar einnig ađ lćkka laun opinberra starfsmanna sem á ofurlaunum eru. Nú er upp runninn tími sátta. Stjórnarandstađan ćtti taka vantrauststillöguna til baka. Réttast vćri ađ senda ţingiđ heim fram yfir áramót til ţess ađ tryggja starfsfriđ. Ríkisstjórnin ćtti ađ nýta ţá ţingmenn stjórnar, og stjórnarandstđu, sem til ţess eru hćfir, sér til ađstođar viđ ađ sótthreinsa ,,sár'' ţau sem víkingarnir hafa veitt ţjóđinni.
Í vor eđa haust er rétti tíminn fyrir Alţingiskosningar. Ţá verđa ,,glćpaverkin'' vonandi ljós ef einhver eru og árangurinn af endurreisnarstarfinu.
Um rćningjana hefur Páll Ólafsson ort i minn stađ:
Illa fenginn auđinn ţinn,
áđur en lýkur nösum
aftur tínir andskotinn
upp úr ţínum vösum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Eitt lítiđ hertogadćmi
Ţađ er ekki ađ sjá, ađ ţjóđfélag sé í sköpun úr rústum hertogadćmisins Íslands, sem veiktist af grćđgi og hrundi. Ţađ sem fólk skrifar og bloggar um ţennan atburđ er býsna einsleitt. Ég get međ góđri samvisku bent á grein í Mbl. í dag eftir Árna Björnsson og heitir ,,Vankantar markađskerfisins''.
Páll Ólafsson skáld var á sínum tíma óánćgđur međ mannlíf í firđi einum á Austurlandi og mćtti yfirfćra eftir hentugleikum:
Ţađ er ekki ţorsk ađ fá
úr ţessum firđi;
ţurru landi eru ţeir á
og einskis virđi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Fallhlífarstökk
Í gćrkvöldi, 19. nóv. var í Kastljósi RÚV viđtal viđ Jón Sigurđsson toppmanninn hjá Fjármálaeftirlitinu. Hér var slétt greitt og varlega fariđ. Mér fannst ég sjá fyrir mér mann ađ stökkva niđur af stól, - međ fallhlíf á bakinu. Mig grunar ađ ţeir sem koma til međ ađ fara í ,,saumana'' á fjármálaspillingunni verđi međ bundiđ fyrir augu. Páll Ólafsson kvađ:
Svo hef ég hjá ţér setiđ
sćll, ađ ekki metiđ
get ég ţađ viđ gull.
Ţví, sem ţá viđ undum,
ađ ţví hlć ég stundum.
Ţađ var blessađ bull!
Miđvikudagur, 19. nóvember 2008
Axar-Skafti
Ćrumann líkt og Axar-Skafta
ekki mun víđa nú ađ fá.
Hann hefur margra manna krafta,
en má ţó ganga hnjánum á,
ţví ćran sem hann á baki ber,
frá bestu mönnum tekin er.
Miđvikudagur, 19. nóvember 2008
Speglasalur fjármagnsins
Skrýtnar eru fréttirnar og ótrúlegar af íslensku krónunni sem hefur veriđ rćnd og skilin eftir á rúmsjó. Enn skrýtnari fréttir berast frá hinui svörtu Afríku. Í Sómalíu hafa menn fátt ađ gera nema ađ rćna risastórum olíuskipum og selja eigendunum aftur.
Bandaríkjamenn og Bretar bera allt í einu svo mikla virđingu fyrir sjálfstćđi ríkja og lögsögu og landhelgi, ađ ţeir hafast ekki ađ, en kaupa ránsfenginn á slikk. Hver grćđir? Hver kaupir? Hver fjármagnar glćpagengin og verndar?
Spurningin er, getum viđ snúiđ ţessum umhugsunarefnum upp á sjálfa okkur?.Ţriđjudagur, 18. nóvember 2008
Mćttur á dekkiđ er'ann
Ţriđjudagur, 18. nóvember 2008
Eru ekki allir í stuđi?
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Góđa ferđ!
Nú hafa tveir mćtir ţingmenn sagt af sér, sem hafa margt sameiginlegt. Ţeir eru runnir báđir upp af sveitamenningu og tala báđir rammíslensku. Vonandi styđja ţeir ţjóđina á vegferđinni sem framundan er. Ég, verkamađur, óska ţeim velfarnađar
Nú stendur uppá frjálshuga Seđlabankastjórnina, rćtur hennar eru ađ skrćlna. Enginn vökvar. Ţeir eru útrunnir og eiga ađ fćra sig úr bílstjórasćtinu í hin aftari sćti. Ţeim er einnig óskađ góđrar ferđar!
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Ný von!
Viđ eigum flest von á ţví ađ veikt barn okkar, Króna, muni hressast á nćstunni. Ţeir innlendu lćknar sem Krónu hafa haft til međferđar og eru kallađir krónubankastjórar hafa illa reynst, en landlćknir hefur tekiđ viđ og er sá af norskum ćttum og sýnist til alls góđs líklegur.
Ef svo illa tekst til ađ landlćknir nái ekki stjórn á krónubankastjórunum nýju sem og gömlu, verđum viđ ađ ćttleiđa barn. Nefnd hafa veriđ börnin Dolly og Norska-Króna, en flestum líst betur á Evru litlu, sem er vćnt barn. Nafniđ er snotur beygist ađ íslenskum hćtti og hefur Mannanafnanefnd samţykkt ţađ.
Ţetta barn Evra hefur ţann ómetanlega kost, ađ viđ ţurfum ekkert ađ sinna uppeldinu, sem verđur alfariđ á snćrum samevrópskrar uppeldisstofnunar. Viđ getuum ţví haldiđ Jörfagleđinni áfram án ţess ađ óttast ađ landiđ sökkvi!