Hver veit það sem allir vita?

   Margt er skrifað og skrafað um styrkveitingarnar til stjórnmálaflokkanna. Mér finnst liggja í augum uppi í ríki sem ekki er fullburða lýðræðisríki, að valdamesti stjórnmálaflokkurinn fái hæstu styrkina frá bisnesmönnum! Þannig er það í Nigeriu og Pakistan, svo ég taki öfgafull dæmi. Nú er spurt hverjir hafi stjórnað fjáröflun Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Undarleg spurning! Þetta vita jú allir. Fyrir utan að það skiptir engu máli.

   Eitt er þessu tengt sem enginn talar um. Hvernig í andsk. stendur á því að íslensku bankarnir taka út af peningamarkaðsreikningum fólks eða öðrum innistæðum til að milda og deyfa stjórnmálaöflin. Er það siðferðilega verjandi að taka við slíku fé burt séð frá upphæðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband