Landhreinsun

 Seint á 9. öld var nýju ákvæði skotið inn í lög hins unga þjóðveldis Íslands. Þetta nýja lagaákvæði átti að draga úr vígaferlum og auka réttaröryggi. Það var nefnt fjörbaugsgarður og var hugsað til landhreinsunar. Gunnar á Hlíðarenda var t.d. dæmdur í fjörbaugsgarð fyrir vígaferli og férán. Gunnar fór ekki og goðorðsmenn á Suðurlandi gerðu skyldu sína.

  Sá sem dæmdur var í fjörbaugsgarð var skyldaður til þess að fara úr landi innan þriggja sumra frá því dómur féll og dveljast fjarri landinu í þrjú ár og þótti vel sloppið. Gunnar fór ekki.

  Nú er skollin á okkur fjármálakreppa og ekki auðgert að finna sökudólg, þeir eru vafalaust margir. Upp hafa samt komið undarleg tilfelli í bönkunum sálugu. Háir starfsmenn í launum hafa stundað það að kaupa hlutabréf þegar uppsveiflan var sem mest, en láðist að borga bréfin. Þeir vildu semsé hirða ágóða, en eftirlétu viðskiptavinunum tapið. Ég sem hélt að áhættan gæfi fjárhættuspilurum kikk. Þessir menn (og konur) voru reyndar ekki að spila fjárhættuspil, ef fréttamiðlar fara rétt með. Þeir voru að ræna banka.

  Sjálfur þekki ég ung hjón með fjögur ung börn, sem töpuðu á hlutabréfum ævisparnaði sínum, sem átti að fara í stærra húsnæði fyrir krílin litlu. Slík dæmi eru mörg. Þorgerður Katrín, hinn geðþekki ráðherra og maður hennar töpuðu heilum handboltaferli, en standa sem betur fer allvel eftir. Auðvitað er ég á móti dauðarefsingum, en ætli Fjörbaugsgarður hafi verið úr lögum leiddur, að öðru leiti?  Nú langar mig að spyrja lögfróða menn:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband