Föstudagur, 14. nóvember 2008
Ný von!
Við eigum flest von á því að veikt barn okkar, Króna, muni hressast á næstunni. Þeir innlendu læknar sem Krónu hafa haft til meðferðar og eru kallaðir krónubankastjórar hafa illa reynst, en landlæknir hefur tekið við og er sá af norskum ættum og sýnist til alls góðs líklegur.
Ef svo illa tekst til að landlæknir nái ekki stjórn á krónubankastjórunum nýju sem og gömlu, verðum við að ættleiða barn. Nefnd hafa verið börnin Dolly og Norska-Króna, en flestum líst betur á Evru litlu, sem er vænt barn. Nafnið er snotur beygist að íslenskum hætti og hefur Mannanafnanefnd samþykkt það.
Þetta barn Evra hefur þann ómetanlega kost, að við þurfum ekkert að sinna uppeldinu, sem verður alfarið á snærum samevrópskrar uppeldisstofnunar. Við getuum því haldið Jörfagleðinni áfram án þess að óttast að landið sökkvi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.