Eru ekki allir ķ stuši?

  Įleitnar spurningar varšandi pólitķk leita stundum į gamla verkalżšssinna eins og mig. Helst fyrir kosningar eins og flugur suša žęr į glugg.   Kosningar eru varla ķ sjónmįli – og žó!   Hverjum er treystandi fyrir fjöreggi žjóšarinnar? Bjarni er farinn og Gušni alfarinn, Valgeršur vofir yfir! Sjįlfstęšisflokkurinn lamašur. Davķš hefur lagt žvert į ašreinina svo aš Sjįlfstęšismenn, hvort sem žeir eru aš koma eša fara, eru lens. Hvar er Vaka?   Žingmenn Samfylkingarinnar žegja og fastast žegja žeir um eftirlaunin sem žeir tóku ófrjįlsri hendi af žjóšinni. Vinstri gręnir viršast vera hįlf feimnir og njóta sķn illa.   Nęstum ekkert hefur heyrst ķ Össuri og ekkert frį forsetanum sem ętti žó aš stappa stįlinu.    Einn mašur heldur sinni ró og ęšruleysi, Björn Bjarnason, hann bara sinnir sķnum störfum į žingi og ķ embętti og rękir vel. Męttu fleiri gera hiš sama!

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband