Fallhlífarstökk

Í gærkvöldi, 19. nóv. var í Kastljósi RÚV viðtal við Jón Sigurðsson toppmanninn hjá Fjármálaeftirlitinu. Hér var slétt greitt og varlega farið. Mér fannst ég sjá fyrir mér mann að stökkva niður af stól, - með fallhlíf á bakinu. Mig grunar að þeir sem koma til með að fara í ,,saumana'' á fjármálaspillingunni verði með bundið fyrir augu. Páll Ólafsson kvað:

Svo hef ég hjá þér setið

sæll, að ekki metið

get ég það við gull.

Því, sem þá við undum,

að því hlæ ég stundum.

Það var blessað bull!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Þetta er skemmtileg myndlíking hjá þér. Ég upplifði þetta viðtal á sama hátt og þú. Mér fannst merkilegt það sem að hann sagði um stjórn Seðlabankans að hennar hlutverk væri engingu til að hafa eftirlit með því að seðlabankastjórarnir færu að lögum um Seðlabankann. Þetta hljómar ótrúlega. Bankastjórarnir geta m ö o gert hvaða skandal sem er og svo framarlega sem hann er löglegur hefur stjórnin ekkert með það að segja. Ef þetta væri rétt þá hlyti að koma fram í lögum um Seðlabanka að stjórn Seðlabankans væri eingöngu skipuð löglærðum mönnum.

J. Trausti Magnússon, 20.11.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Jóhannes Eiríksson

Takk fyrir skynsamlega athugasemd, Trausti. Nefndir á vegum Alþingis hljóta að koma til greina til eftirlits.

Jóhannes Eiríksson, 20.11.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband