Föstudagur, 21. nóvember 2008
Eitt lítið hertogadæmi
Það er ekki að sjá, að þjóðfélag sé í sköpun úr rústum hertogadæmisins Íslands, sem veiktist af græðgi og hrundi. Það sem fólk skrifar og bloggar um þennan atburð er býsna einsleitt. Ég get með góðri samvisku bent á grein í Mbl. í dag eftir Árna Björnsson og heitir ,,Vankantar markaðskerfisins''.
Páll Ólafsson skáld var á sínum tíma óánægður með mannlíf í firði einum á Austurlandi og mætti yfirfæra eftir hentugleikum:
Það er ekki þorsk að fá
úr þessum firði;
þurru landi eru þeir á
og einskis virði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.