Föstudagur, 21. nóvember 2008
Tímamót?
Ríkisstjórnin hefur lýst því að hún hyggist skila illa fengnum eftirlaunum þingmanna. Hún ætlar einnig að lækka laun opinberra starfsmanna sem á ofurlaunum eru. Nú er upp runninn tími sátta. Stjórnarandstaðan ætti taka vantrauststillöguna til baka. Réttast væri að senda þingið heim fram yfir áramót til þess að tryggja starfsfrið. Ríkisstjórnin ætti að nýta þá þingmenn stjórnar, og stjórnarandstðu, sem til þess eru hæfir, sér til aðstoðar við að sótthreinsa ,,sár'' þau sem víkingarnir hafa veitt þjóðinni.
Í vor eða haust er rétti tíminn fyrir Alþingiskosningar. Þá verða ,,glæpaverkin'' vonandi ljós ef einhver eru og árangurinn af endurreisnarstarfinu.
Um ræningjana hefur Páll Ólafsson ort i minn stað:
Illa fenginn auðinn þinn,
áður en lýkur nösum
aftur tínir andskotinn
upp úr þínum vösum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Facebook
Athugasemdir
Bíddu aðeins, skila? Hverju er verið að skila? 15% af sjálftökuni. Ertu nokkuð að grínast? Græða sár? Áttu yfirvöld ekki að vera skjöldur okkar gagnvart glæpahyskinu sem stal milljörðum af sparifjáeigendum? Og senda þingið heim til að tryggja vinnufrið? Heil Hitler. Þú átt greinilega ekki skilið lýðræði.
Davíð Löve., 21.11.2008 kl. 20:23
Þú hefðir tekið þig vel út í frönsku byltingunni! Fallöxin hefði ekki rykfallið hjá þér. Annars voru böðlarnir flestir drepnir líka og var engin eftirsjá að þeim!
Jóhannes Eiríksson, 21.11.2008 kl. 21:07
Þú hefðir sómt þér vel í frönsku byltingunni. Kannski hefði verið hægt að nota þig sem böðul! Þeir voru flestir drepnir reyndar og eru öllum gleymdir!
Jóhannes Eiríksson, 21.11.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.