Samþjöppuð spilling!

Geir Haarde hefur tekist með lagni að fá Samfylkinguna til þess að fallast á að festa í sessi eftirlaunalögin með léttum breytingum! Ekki áfellist ég forsætisráðherra vorn; hann er staðfastur sinni hugsjón.

 Um Samfylkinguna má segja: ,,Það sem helst hún varast vann, varð þó að koma yfir hana.'' Þetta er stórmál í samskiptum fólksins við  flokkinn. Lífeyrissjóðakerfið er heilagt, þó að það hafi ekki fallið af himni ofan. Útúrdúrar stjórnmálastéttarinnar veikja kerfið. 

Forystuparinu í Samfylkingunni munum við eftir ungu og fersku og svo róttæku að hörðustu ultrakommar fölnuðu. Það sem á milli ber, eru ekki bara ein aldamót, heldur græðgisvæðing hugarfarsins sem smitar upp í hið háa Alþingi þar sem sitja tvöfalt fleiri þingmenn, en nokkur skynsemi er í, með tvöfalt fleiri aðstoðarmenn en efni standa til. Þetta lið hefur lagt undir sig miðbæinn í harðri samkeppni við bankaliðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband