Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Enga hlaðhunda takk
Á borðum þessarar ríkisstjórnar eru stórar hreingerningar og á miklu ríður að unnið verði fljótt og vel svo að bakteríurnar geri ekki húsið óbyggilegt. Fulltrúar stórbændanna áttu að styðja verkið, en hafa nú týnt lyklunum og stöðvað hreingerningafólkið. Valdsmenn stórbændaflokksins voru að vísu í fararbroddi útrásarinnar og eiga kannski orðið meiri hagsmuni á eyjum í Karabíahafinu en hér í fámenninu.
Áríðandi er fyrir þjóðina að láta ekki snoppufríða og mjúkmála leiguliða Alfreðanna og Þórólfanna, eða Dóranna, smjúga inná sig. Í kosningunum að vori skulum við hvorki kjósa húsbændurna eða hlaðhundana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.