300 árum síðar

Í byrjun 18. aldar var kreppa á landi hér jafnt af völdum manna og óblíðrar náttúru. Arngrímur lærði sem þá var skólastjóri suður á Lálandi skrifaði mikið rit um kreppuna og endurreisn. Taldi þessi lærdóms maður að einokun í siglingum og verslun til landsins væri skaðvaldurinn. Þá hafði konungur þó ekki gengið svo langt að gefa fáum einstaklingum fiskinn í sjónum. Það var aldrei gert fyrr fullkomlega fyrr en á öld nýfrjálshyggjunnar. Arngrímur taldi nauðsynlegt að sporna við því að fjármunir væru fluttir úr landi. Þeir þyrftu að safnast fyrir í landinu og eiga þar heimili til eflingar þarflegum fyrirtækjum.

Trúlega hefur hinum mæta manni ekki dottið í hug að hægt væri að safna saman peningum heillar þjóðar í peningageymslur, svokallaða banka og stela þaðan í heilu lagi, en þjóðin sæti eftir í heimalagaðri skuldasúpu. 

Ýmsir menn leituðu þá svipaðra lausna og menn nú horfa til. Mikilhæfasti lögmaður landsins á 18. öld lagði til að kaupmenn flyttu förumenn og fátæklinga á skipum sínum til vestur-Indía og myndi þurfamannaplágunni létta á þremur árum.

Íslenskir athafnamenn flæma landa sína úr starfi. Kjör þeirra eru of góð. Engin hörgull á ,,pólverjum'' sem ekki spyrja um kaup og kjör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband