Föstudagur, 24. apríl 2009
Leikhús fáránleikans!
Umhverfið í pólitíkinni er skelfilegt. Í sumum nýju framboðunum birtast menn sem ég þyrði ekki að kaupa notaðan bíl af, hvað þá meir! Aðrir hafa ekki unnið ærlegt handtak í mörg ár. Forystumenn þora ekki að standa skýlaust við stefnu flokka sinna og tala eins og séu með poka yfir hausnum. Styrkjaspillingin er ekki bundin við einn flokk. Helst að VG séu hreinir.Manni líður eins og leikhúsgesti. Farsa er nýlokið. Stykkið var óvenjulegt að því leyti áhorfendur höfðu drukkið sig útúr, en leikendurnir rændu hópinn áður en víman rann af þeim. Leikhússtjórnin hefur nú ákveðið að gefa gestunum heimilisafslátt af næstu sýningu sem engin veit hvort verður, hvar eða hvenær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.