Laugardagur, 31. janúar 2009
Efnahagsmál
Í síðasta bloggi mínu birti ég ljóð eftir skáld frá miðri 20. öld. Ég nefndi ekki nafnið af ásettu ráði. Einn bloggari, Sigurður Guðjónsson, þekkti höfundinn og kom mér það ekki á óvart. Nú birti ég annað ljóð eftir sama höfund sem ekki á síður við í dag og verður fróðlegt að frétta hvort einhver margfróður þekkir skáldið:
EFNAHAGSMÁL
hleypur kvikfjárræktin af sér hornin
yfir hersveitir landbúnaðarins
setja hraðfrystihúsin við sjávarútveginn
heimsmet í fjárdrætti á hlaupareikning
græðir verslunin sóttkveikjurnar
þegar grefur í gjaldþrota verðbólgu
hittir iðnaðurinn naglann á höfuðið
með fjárfestingu líkkistunnar
fara bifreiðar fasteignir
húsmæður meyjar
menning og frelsi
á nauðungaruppboð
Jónas E. Svafár
Það er spennandi að frétta hvort framsókn tekst að hlaupa hornin af samfylkingunni á glötunarbarmi upphefðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.