Nýr gallagripur

Þegar ég var drengur kom ég stundum á heimili þar sem var píanó. Sjálfspilandi píanó. Heldur þreytandi fyrirbæri! S.l. sunnudag mætti ég á fund hjá flokknum ,,mínum'' ásamt fleiri gömlum skipsfélögum, til þess að heyra veðurhorfur á sjónum sem þjóðarskútan okkar siglir á. Þrír yfirmenn mættu. Sá fyrsti talaði um að við gömlu hásetarnir mættum alveg vera um borð og fengjum örugglega að borða líka. Annar talaði um veikindi sín og var það fróðlegt. Þriðji yfirmaðurinn var sá sem sá um bókhaldið. Fundarmenn vissu að skútan átti ekki fyrir hafnargjöldunum og tæpast fyrir nýjum kosti. En hvað skeður, inn á sviðið var fært sjálfspilandi píanó, nýsmíðað og glæsilegt, en hafði einn galla! Það spilaði alltaf sama lagið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband